Íslenski boltinn

Víkingur heldur áfram á sigurbraut

Víkingur lagði Keflavík að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Víkíngsvellinum í kvöld.

Víkingur fór með sigur af hólmi gegn Keflavík í kvöld. Fréttablaðið/Þórsteinn

Víkingur hafði betur í þriðja leik sínum í röð þegar liðið mætti Keflavík á Víkingsvellinum í Fossvogi í kvöld. Lokatölur urðu 1-0 fyrir Víking, en það var Arnþór Ingi Kristinsson sem skoraði sigurmark Víkings strax á fjórðu mínútu leiksins. 

Víkingur hafði borið sigurorð af KR og Fylki á sigurgöngu sinni áður en kom að sigri liðsins í þessum leik. 

Víkingur er í fimmta sæti deildarinnr með 18 stig eftir þennan sigur, en liðið er einu stigi á eftir Breiðablik og FH sem eru jöfn að sigrum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. 

Keflavík spilaði sinn fyrsta leik eftir að Guðlaugur Baldursson lét af störfum hjá félaginu, en liðið lék undir stjórn Eysteins Húna Hauksson og Ómars Jóhannssonar. 

Keflvíkingar hafa ekki enn borið sigur úr býtum í deildarleik í sumar og er á botni deildarinnar með þrjú stig og er níu stigum á eftir liðunum sem eru í sætunum fyrir ofan fallsæti. 

Víkingar hafa hrósað sigri í þremur síðustu leikjum sínum. Fréttablaðið/Þórsteinn

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

„Myndi ekki segja að árangurinn sé framar vonum“

Íslenski boltinn

Ólsarar í undanúrslit

Enski boltinn

Son og Lamela framlengja við Tottenham

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Golf

Bein lýsing: Haraldur á fimm yfir á öðrum hring

Fótbolti

AC Milan hleypt aftur í Evrópudeildina

Golf

Haraldur hefur leik um þrjúleytið

Körfubolti

KR-ingar búnir að semja við Bandaríkjamann

Körfubolti

Hrafn mun þjálfa Álftanes næsta vetur

Auglýsing