KSÍ úrskurðaði í dag Víking í eins leikja heimaleikjabann og sektaði félagið um 200 þúsund vegna athæfis stuðningsmanna félagsins á úrslitaleik bikarsins á dögunum.

Þá var FH sektað um fimmtíu þúsund fyrir ólæti á sama leik og KSÍ fyrir framkvæmd leiksins.

Félögin geta áfrýjað úrskurðinum næstu þrjá daga en annars þarf Víkingur að mæta KA á hlutlausum velli.

Eins og fjallað var um á vef Fréttablaðsins tók aganefnd KSÍ fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá bikarúrslitaleiknum um daginn.

Í skýrslunni var því lýst yfir að hegðun áhorfenda og stuðningsfólks hafi verið vítaverð og hættuleg gagnvart leikmönnum, dómurum, þjálfurum og öðrum.

Víkingar fengu hámarkssekt fyrir hegðun stuðningsmanna sinna en FH slapp með fimmtíu þúsund króna sekt.