Víkingur sendi frá sér skilaboð til félagsmanna sinna í gær þar sem minnt var á að gervigrasvöllur félagsins væri lokaður vegna kórónaveirufaraldursins.

Allir vellir á höfuðborgarsvæðinu eru lokaðir til þess að koma í veg fyrir hópamyndun og minnka smithættu vegna COVID-19-veirunnar.

Þrátt fyrir þetta hafa starfsmenn Víkings ítrekað þurft að vísa fólki af vellinum og allt upp í 50 manns hafa verið þar samankomnir í einu síðustu daga.

Tilkynningu Víkings má sjá hér að neðan.