Víkingar tilkynntu í dag að það væri uppselt á leik félagsins gegn Leikni í lokaumferðinni en félagið væri að leita leiða til að bæta við sætum fyrir lokaumferðina.

Takist Víkingi að vinna Leikni verða lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar Íslandsmeistarar en Víkingur er með eins stigs forskot á Breiðablik fyrir leikinn á laugardaginn.

Það eru þrjátíu ár liðin frá síðasta Íslandsmeistaratitli Víkings og eru því margir stuðningsmenn félagsins spenntir að fylgjast með lokaumferðinni.

Von er á tilkynningu á morgun