Víkingur er í dauðafæri á fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í þrjátíu ár eftir að úrslit leikja úr næst síðustu umferð voru þeim í hag.

Til þess að sem flestir stuðningsmenn geti mætt á völlinn mun félagið bæta við hólfum á laugardaginn en krefjast þess að þeir sem ætli sér á leikinn framvísi hraðprófi sem sýni neikvætt sýni.

Tilkynningu Víkings má sjá hér fyrir neðan.