Víkingaklappið fræga er nú orðið að lyndistákni (e. emoji) á Twitter. KSÍ greindi frá þessu í dag.

Umrætt lyndistákn kemur upp þegar notendur Twitter skrifa #vikingclap.

Fjórir dagar eru þar til Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á HM.

Víkingaklappið mun þá örugglega heyrast nokkrum sinnum eins og á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.