Myndir frá svæðinu sem hafa farið sem eldur um sinu í netheimum undanfarna viku sínar brautarsvæðið langt frá því að verða klárt og uppi eru áhyggjur um að svæðið verði ekki klárt þegar að kemur að keppnishelginni.

Michael Masi, keppnisstjóri FIA mun heimsækja svæðið á þriðjudaginn næstkomandi þar sem brautarsvæðið verður tekið út og þá kemur í ljóst hvort grænt ljós fáist á að halda Formúlu 1 keppni þar.

Steve Nielsen er einn af þeim sem lék lykilhlutverk í því að ná Sádi-Arabíu kappakstrinum inn á Formúlu tímabilið. Þetta er í fyrsta skipti sem kappakstur í Sádí-Arabíu er á dagskrá Formúlu 1 tímabilsins.

,,Þetta er metnaðarfullt verkefni og mun verða stórkostlegt. Skipuleggjendur eru að vinna allan sólarhringinn til að sjá til þess að keppnin geti farið fram. Ég sá nýverið myndir af svæðinu og sé strax að þeim hefur miðað mikið áfram en það er enn langt í land," sagði Steve Nielsen í samtali við Autosport.

Nielsen segir að það muni standa tæpt hjá skipuleggjendum að gera svæðið klárt í tæka tíð en hann heldur að þeim takist það.