MMA

Vigtun hjá Leon og Gunnari í dag

​Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelson og Leons Edwards á laugardaginn fer fram í O2-höllinni í London í dag, degi áður en þeir mætast í búrinu í sömu höll sem tekur um 20 þúsund manns.

Gunnar og Leon á fjölmiðlaviðburði í gær. Fréttablaðið/Getty

Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelson og Leons Edwards á laugardaginn fer fram í O2-höllinni í London í dag, degi áður en þeir mætast í búrinu í sömu höll sem tekur um 20 þúsund manns. 

Vigtunin fer fram um kvöldmatarleytið í London og er þess krafist að keppendurnir, Gunnar og Leon sem keppa í veltivigt, séu á bilinu 71-77 kíló þegar mælingar fara fram.

Bardagi Gunnars er einn af aðalbardögum kvöldsins ásamt bardaganum þegar Darren Till mætir Jorge Masvidal og mætir Gunnar heimamanninum Edwards sem ólst upp í Birmingham, einni af stærstu borgum Bretlands.

Gunnar kom til Lundúna á þriðjudaginn og hefur eytt undanförnum dögum í æfingar í Bretlandi ásamt því að sinna þeim fjölmiðlaskyldum sem fylgja bardögum innan UFC-samtakanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

MMA

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

MMA

Eitt skref til baka hjá Gunnari

MMA

Edwards sigraði Gunnar í London

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Auglýsing