UFC

Vigtun hjá Gunnari og Alex í dag

Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelsons og Alex Olivera sem verður hluti af UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto á morgun fer fram síðdegis í dag að íslenskum tíma.

Gunnar kátur á síðustu vigtun fyrir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio Fréttablaðið/Getty

Vigtunin fyrir bardaga Gunnars Nelson og hins brasilíska Alex Oliveira, sem kallaður er Kúrekinn, fer fram í dag í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, degi áður en þeir mætast í hringnum á UFC 231 bardagakvöldinu. 

Vigtunin á sér stað að morgni til í Kanada en á milli klukkan tvö og fjögur að íslenskum tíma. Gunnar og Alex keppa í veltivigt og þurfa því að vera á bilinu 71-77 kíló þegar stigið er á vigtina.

Gunnar hefur eytt undanförnum dögum í Kanada eftir að hafa undirbúið sig að mestu á Íslandi fyrir bardagann. Á milli æfinga hefur hann sinnt fjölmiðlaskyldum, æft og dvalið stuttlega á kanadísku sveitabýli þar sem hann komst á fjórhjól.

Bardagi Gunnars og Alex er einn af aðalbardögum kvöldsins og er jafnframt fyrsti bardagi Gunnars í sautján mánuði. Íslendingurinn er að snúa aftur í hringinn eftir langa fjarveru en síðasti bardagi hans var gegn Santiago Ponzinibbio þar sem sá argentínski vann vafasaman sigur. 

Úrslit bardagans voru kærð í ljósi þess að Ponzinibbio sást ítrekað pota í augu Gunnars meðan á bardaganum stóð sem er óheimilt í MMA.

Gunnar þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla á hné fyrir bardagakvöld í Liverpool í maí síðastliðnum og er því eflaust orðinn afar spenntur fyrir tækifærinu annað kvöld. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

UFC

McGregor slæst við Nur­magomedov

UFC

Ellismellirnir vilja slást

UFC

Rashad Evans hættur

Auglýsing

Nýjast

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Jón Dagur sá rautt

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

Newport tókst að stríða City í enska bikarnum

„Ætluðum okkur stærri hluti í dag“

Auglýsing