Handknattleiksmaðurinn Vignir Svavarsson hefur lagt landsliðsskó sína á hilluna, en þetta kom fram á blaðamannafundi sem HSÍ hélt um komandi verkefni liðsins í hádeginu í dag. 

Vignir sem er 38 ára gamall leikur þessa stundina með danska liðinu Tvis Holstebro. 

Hann hafði ekki leikið með íslenska liðinu um hríð þegar hann lék með liðinu á æfingamóti í Noregi og umspilsleikjum við Litháen um laust sæti á HM 2019 síðasta haust. 

Þessi uppaldi Haukamaður lék 239 á um það bil 20 ára löngum landsliðsferli sínum og skoraði í þeim leikjum 264 mörk. 

Hann vann einu sinni til verðlauna á stórmóti með landsliðinu, en það voru bronsverðlaun á Evrópumótinu í Austurríki árið 2010.