Samningaviðræður franska landsliðsmannsins í fórbolta, Raphael Varane, við Manchester United eru langt á veg komnar samkvæmt heimildum Skysports.

Ekki liggur fyrir samningur milli félags Varane, Real Madrid og Manchester United en fram kemur í frétt enska miðlsins að ekki verði vandamál fyrir félögin að ná samkomulagi um kaupverð.

Þessi 28 ára gamli miðvörðir yrði þriðji leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær til liðs við sig í sumar en áður hafa Jadon Sancho og Tom Heaton bæst við herbúðir Manchester United.