Viðar ræddi stöðu mála við Ríkharð Óskar Guðnason í viðtali sem sjá má hér.

Í viðtalinu segir Viðar að það sé ekki satt að norska félagið hafi bannað honum að fara í landsliðsverkefnið. Það sé augljóst þar sem annar leikmaður liðsins, Sam Adekugbe, fékk að fara í verkefni með kanadíska landsliðinu.

Valerenga hafi átt rétt á því að neita Viðari að taka þátt í verkefninu en hafi ekki nýtt sér það.

„Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ segir Viðar í viðtalinu og bætir við að hann hafi allaveganna aldrei að hafa verið valinn í hópinn.

Viðar viðurkenndi að hann væri ekki viss hversu spenntur hann væri fyrir því að taka þátt í næstu verkefnum landsliðsins. Áhuginn hafi minnkað eftir þessa hegðun landsliðsþjálfarans.

„Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott,“ segir Viðar í samtali við Stöð 2.