Viðar Örn Kjartansson landsliðsframherji í knattspyrnu hefur verið lánaður á milli liða í rússnesku efstu deildinni í knattspyrnu karla.

Viðar Örn er á mála hjá Rostov en hefur verið lánaður til Rubin Kazan en lánsstíma hans hjá sænska liðinu Hammarby var að ljúka.

Auk fyrrgreindra liða hefur Viðar Örn leikið með Selfossi, ÍBV, Fylki, Vålerenga,
Jiangsu Sainty, Malmö og Maccabi Tel Aviv á ferli sínum.

Þá hefur hann leikið 21 landsleik fyrir íslenska landsliðið og skoraðí þeim leikjum þrjú mörk, meðal annars annað marka Íslands í sigrinum gegn Andorra í undankeppni EM 2020.