Sæti Jóns Þórs Haukssonar sem þjálfari karlaliðs ÍA er ekki í hættu. Þetta segir Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við 433.is.

ÍA er í neðsta sæti Bestu deildar karla með átta stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

„Við erum ekki í toppmálum. Við verðum bara að koma okkur út úr því,“ segir Eggert.

Jón Þór er hins vegar öruggur í starfi. „Við Skagamenn erum ekkert í því að reka þjálfara.“

Næstu þrír leikir ÍA verða afar erfirðir. Liðið mætir þá Breiðabliki, Val og KA.