Stúlkna­lands­lið Ís­lands í hóp­fim­leikum og blandað lið ung­linga áttu góðan dag á Evrópu­meistara­mótinu í hóp­fim­leikum. Liðin tvö tryggðu sér sæti í úr­slitin á EM sem fara fram á föstu­daginn.

Stúlkna­lands­lið Ís­lands landaði þriðja sætinu í undan­keppninni en ein­kunnir liðsins voru undir pari á dýnu og trampólíni. Smá­vægi­leg mis­tök í lið­s­um­ferðinni kostaði liðið tvö heil stig.

Stúlknalandsliðið bar af á gólfinu og fékk hæstu einkunn dagsins á gólfi.
Ljósmynd/Stefán Pálsson

Magnús Óli Sigurðs­son, einn lands­liðs­þjálfara stúlkna­lands­liðsins, var hins vegar á­nægður með frammi­stöðuna enda ekki mikið sem þarf að laga til að vera í titil­bar­áttunni á föstu­daginn. „Við vitum að við eigum helling inni. Það er heldur ekki gott að toppa of snemma,“ segir Magnús Óli.

Mun þetta var í annað sinn sem Magnús fer sem þjálfari á EM og minntist hann þess þegar ís­lenska stúlkna­liðið náði sínum besta árangri í undan­keppninni EM 2018.

Liðsfundur hjá stúlknaliðinu að móti loknu.
Ljósmynd/Stefán Þór Friðriksson

Blandaða ung­linga­lands­liðið átti hins vegar afar flottan dag og virtist liðið njóta sín á stóra sviðinu.

Það ætlaði allt um koll að keyra hjá ís­lensku stuðnings­mönnunum þegar liðið hóf keppni á níunda tímanum í kvöld.

Blandaða unglingalandsliðið á dýnu í dag.
Ljósmynd/Stefán Pálsson

Ís­lendingarnir í höllinni hafa látið vel í sér heyra í höllinni í dag en líkt og á mótinu sjálfu eru Svíarnir þeir einu sem eiga roð í þá.

Íslensku stuðningsmennirnir í Portugal létu vel í sér heyra á fyrsta keppnisdeginum.
Ljósmynd/Stefán Pálsson

Blandaða ung­linga­lands­liðið fékk 16.325 fyrir gólfæfingarnar sínar, 14.85 á dýnu og 16.3 á trampólíni. Liðið endaði undakeppnina í þriðja sæti á eftir Bretum og Svíum.

Liðið endaði daginn á trampólíni og var árangurinn í sam­ræmi við stemminguna. Nær galla­laus seinni um­ferð á trampólíninu var toppuð með frá­bærum stökkum yfir hest og voru liðs­menn í skýjunum eftir síðasta stökkið eins og sjá má á mynd­bandinu hér að neðan.