Viðar Örn Kjartansson var í dag kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi en hann er fjórði framherjinn í hópnum.

Viðar tilkynnti það í haust að hann væri hættur með landsliðinu en síðar kom í ljós að hann hefði óskað eftir því að taka sér pásu frá landsliðinu til að einbeita sér að verkefnum með félagsliði sínu.

Selfyssingurinn samdi við Hammarby í Svíþjóð í gær á fjögurra mánaða lánssamning og lék fyrsta æfingarleik sinn fyrir félagið í gær.

Hann á að baki 19 leiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim tvö mörk.