Sænski fjölmiðillinn Expressen fullyrðir að Viðar Örn Kjartansson sé á leiðinni í læknisskoðun hjá Hammarby áður en gengið verður frá lánssamningi frá Rostov í Rússlandi.

Selfyssingurinn samdi við Rostov síðasta haust eftir tvö ár í herbúðum Maccabi Tel Aviv þar áður en Viðari hefur ekki tekist að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið hjá Rostov.

Fyrir vikið fóru á stað sögusagnir um að hann væri á förum frá Rostov á láni og bárust sex tilboð í íslenska landsliðsframherjan, flest þeirra frá Skandinavíu.

Samkvæmt heimildum Expressen mun Viðar gangast undir læknisskoðun á næstu dögum og eftir það skrifa undir lánssamning sem lýkur í júlí.

Er Viðari ætlað að fylla skarð Nikola Djurdjic hjá Hammarby sem er á förum frá félaginu.