Fótbolti

Viðar á leiðinni í læknisskoðun hjá Hammarby

Sænski fjölmiðillinn Expressen fullyrðir að Viðar Örn Kjartansson sé á leiðinni í læknisskoðun hjá Hammarby áður en gengið verður frá lánssamningi frá Rostov í Rússlandi.

Viðar Örn í leik með íslenska landsliðinyu fyr Fréttablaðið/Getty

Sænski fjölmiðillinn Expressen fullyrðir að Viðar Örn Kjartansson sé á leiðinni í læknisskoðun hjá Hammarby áður en gengið verður frá lánssamningi frá Rostov í Rússlandi.

Selfyssingurinn samdi við Rostov síðasta haust eftir tvö ár í herbúðum Maccabi Tel Aviv þar áður en Viðari hefur ekki tekist að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið hjá Rostov.

Fyrir vikið fóru á stað sögusagnir um að hann væri á förum frá Rostov á láni og bárust sex tilboð í íslenska landsliðsframherjan, flest þeirra frá Skandinavíu.

Samkvæmt heimildum Expressen mun Viðar gangast undir læknisskoðun á næstu dögum og eftir það skrifa undir lánssamning sem lýkur í júlí.

Er Viðari ætlað að fylla skarð Nikola Djurdjic hjá Hammarby sem er á förum frá félaginu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing

Nýjast

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Auglýsing