Sebastian Vet­tel, fjór­faldur heims­meistari í For­múlu 1 og nú­verandi öku­maður Aston Martin hefur á­kveðið að láta gott heita af af­skiptum sínum sem öku­maður í móta­röðinni eftir yfir­standandi tíma­bil. Hann telur að vinur sinn Mick Schumacher, sonur Michaels Schumacher­s yrði verðugur arf­taki hans hjá Aston Martin.

Keppt verður í Ung­verja­landi um helgina og skiljan­lega var kast­ljós blaða­manna á Vet­tel sem var spurður að því hvort hann hefði skoðun á því hver myndi taka við af sér.

,,Auð­vitað hef ég skoðun á því. Ég hef mikla trú á Mick. Ég er náttúru­lega ekki hlut­laus þar vegna þess að við erum mjög nánir en ég tel hann vera fram­úr­skarandi öku­mann. Hann er líka viljugur til þess að læra og heldur því á­fram á meðan aðrir eiga það til að stað­næmast," sagði Vet­tel í sam­tali við blaða­menn fyrr í dag.

Vet­tel telur Mick hafa mikla hæfi­leika ,,og hann er enn mjög ungur og vantar kannski upp á reynsluna." Vet­tel segist skilja það að á endanum eru það for­ráða­menn liðsins sem á­kveði hvaða leið eigi að fara en að hann myndi vera viljugur til þess að hjálpa til við ráðningar­ferlið verði til hans leitað.