Sebastian Vet­tel, fjór­faldur For­múlu 1 heims­meistari og öku­maður Aston Martin lenti í heldur leiðin­legu at­viki eftir kapp­aksturinn í Barcelona um síðustu helgi þegar að tösku hans var stolið.

Vet­tel, sem hefur vakið at­hygli fyrir rann­sóknar­störf sín innan For­múlu 1 reyndi hvað hann gat að finna töskuna sína á ný með hjálp stað­setningar­merkis frá Air­Pods heyrna­tólum sínum sem voru í töskunni en þegar að hann mætti á staðinn þaðan sem merkið kom fann hann heyrnar­tólin í rusla­gám.

Í frétt ESPN um málið segir að Vet­tel sé þriðji For­múlu 1 öku­maðurinn til þess að verða rændur síðast­liðna tíu mánuði.

Í kringum EM í knatt­spyrnu á síðasta ári var úri stolið frá Lando Norris, öku­manni McLaren og þá var úri einnig stolið frá Charles Leclerc, öku­manni Ferrari á meðan að hann sat fyrir á mynd með að­dáanda í síðasta mánuði.