Ökuþórinn Sebastian Vettel hefur tilkynnt að hann muni ljúka Formúlu 1-ferli sínum að þessu tímabili loknu.

Vettel er fjórfaldur heimsmeistari. Hann vann fjögur ár í röð, frá 2010 til 2013. Þá keyrði hann fyrir Red Bull. Þjóðverjinn hefur 122 sinnum komist á verðlaunapall.

Í dag er Vettel á mála hjá Aston Martin og mun ljúka ferlinum hjá þeim.

Vettel stendur í dag í fjórtánda sæti á tímabilinu í Formúlu 1.