Í minnisblaði sem var lagt fyrir bæjarráð Ísafjarðarbæjar kom fram að tekjutap körfuknattleiksdeildar Vestra á yfirstandandi tímabili sé 14,3 milljónir. Helsta ástæða þess sé hertar samkomutakmarkanir sem hafi komið í veg fyrir veigamestu fjáraflanir deildarinnar ár hvert.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Vestra tókst að hagræða kostnaði um 3,2 milljónir með ýmsum aðgerðum og var því útistandandi skuld 11,1 milljónir.

Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra Ísafjarðabæjar að ganga til saminga við Vestra um að sveitarfélagið myndi bæta tap á aðgangseyri sem nemur 4,8 milljónum króna.

Við ákvörðunartökuna miðaði bæjarráð Ísafjarðarbæjar til fordæma hjá öðrum sveitarfélögum, meðal annars Árborgar og Reykjanesbæjar.