Það voru heldur betur óvænt úrslit í átta liða úrslitum bikarsins í karlaflokki þegar Vestri sló út ríkjandi Íslandsmeistara Vals á heimavelli sínum.

Með því er Vestri komið í undanúrslit bikarsins en ljóst er að karlalið Vals endar tímabilið tómhentir eftir að hafa ollið vonbrigðum í Pepsi Max-deild karla.

Valsmenn komust yfir á Ísafirði með marki frá Tryggvi Hrafn Haraldsson en Chechu Meneses náði að jafna metin undir lok fyrri hálfleiks.

Það var svo hinn hálf íslenski Ítali Martin Montipo sem skoraði sigurmark Vestra fljótlega í seinni hálfleik.

Valsmenn sóttu án afláts undir lok leiksins en misstu Patrick Pedersen af velli með rautt spjald. Tíu leikmönnum Vals tókst ekki að jafna metin.

Á sama tíma vann ÍA 3-1 sigur á ÍR í Breiðholti.