Kundai Benyu, leikmaður karlaliðs Vestra í fótbolta, hefur verið valinn í 23 manna leikmannahóp Simbabve sem tekur þátt í Afríkumótinu í Kamerún í janúar.

Samúel Samúelsson, formaður knattsprnudeildar Vestra, birti bréf frá knattspyrnusambandi Simbabve þar sem óskað er eftir kröftum Benyu á á twitter-síðu sinni í kvöld.

Benyu lék 16 leiki með Vestra í Lengjudeildinni síðasta sumar og tvo leiki í Mjólkurbikarnum.