Það var ljóst fyrir leik Íslands og Ungverjalands í lokaumferð í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta karla í Búdapest gærkvöldi að við ofurefli yrði að etja fyrir íslenska stuðningsmennina í stúkunni.
Það vakti athygli þegar horft var á leikinn í gær að einn íslenskur stuðningsmaður sýndi mikið hugrekki með því að sveifla fána sínum stoltur mitt í hafi ungverskra trefla.
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður, vakti athygli á þessu á facebook-síðu sinni þar sem hann segist hafa fundið hver hinn hugrakki stuðningsmaður sé.
Um er að ræða Selfyssinginn Kristínu Steinþórsdóttur sem var hvergi banginn þegar hún stuðning sinn í verki umkringd ungverskum stuðningsmönnum sem voru í allt um það bil 20.000 á móti 500 islenskum stuðningsmönnum sem létu vel í sér heyra.
Eins og alkunna fér íslenska liðið með sigur af hólmi í leiknum og tryggði sér sæti í milliriðli þar sem Danir, Frakkar, Króatar og Svartfellingar verða anstæðingar Íslands.
Ísland mætir Danmörku í fyrstu umferð milliriðilsins annað kvöld.


