Sport

„Vertu tólfti maðurinn í liðinu“

Gullsmiðirnir Haraldur Hrafn Guðmundsson og Páll Sveinsson hjá Jóni og Óskari hafa, í samstarfi við Tólfuna, hannað stuðningsmannahring fyrir HM í Rússlandi í sumar. Hluti ágóða sölu hringsins mun renna til Tólfunnar.

Haraldur Hrafn Guðmundsson, gullsmiður, Benjamín Árni Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar og Páll Sveinsson, gullsmiður, með hringinn Fréttablaðið/Anton Brink

Gullsmiðirnir Haraldur Hrafn Guðmundsson og Páll Sveinsson hjá Jóni og Óskari hafa, í samstarfi við Tólfuna, hannað nýjan hring fyrir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vegna þátttöku okkar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar. Hluti ágóða af sölu hringsins mun renna til Tólfunnar, stuðningssveitar íslensku landsliðanna. 

„Silfurhringarnir vísa í fleti fótboltans, íslenska stuðlabergið og Tólfuna, sem merkir að maður sé í raun tólfti maðurinn í liðinu“ segir á heimasíðu Jóns og Óskars um hringinn. 

 „Það sem við erum svo ánægð með í Tólfunni er að við fáum hluta af sölunni í framkvæmda- og ferðasjóðinn okkar. Það gerir okkur kleift að gera skemmtilegri og flottari hluti fyrir HM, eins og vera með meira blátt og stærri fána. Þannig getum við gert meira „show“ úr þessu. Þetta kostar auðvitað allt pening. Við höfum fengið eitthvað af styrkjum í gegnum tíðina en höfum mikið verið að sinna okkar starfi í sjálfboðavinnu. Það er alltaf rosa flott að fá svona aðstoð,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, formaður Tólfunnar.

Benjamín segir að þetta sé flott viðbót við allt annað sem er í gangi fyrir HM í Rússlandi í sumar. 

„Við Íslendingar erum alveg vitlaus í fótboltann og þetta ævintýri sem er að fara að eiga sér stað í sumar. Hringurinn er mjög flottur eins og hann er, en það sem gerir þetta enn flottara er að það er hægt að fá áletrað á hringinn, til dæmis leikina sem þú ferð á, og þannig getur fólk búið til sinn eigin hring.“

Hringurinn er mjög veglegur Fréttablaðið/Anton Brink

Allir velkomnir í Tólfuna

Benjamín segir að Haraldur og Páll ætli einnig að smíða gullhring sem verður til sýnis í búðinni þeirra á Laugarvegi og mun koma til með að kosta 450.000 þúsund. Við munum fá 12.000 krónur af þeirri sölu, en það eru kannski færri sem munu kaupa þann hring,“ segir Benjamín svo hlæjandi.

Benjamín segir að frá Tólfunni fari þau, að minnsta kosti, 30 saman til Rússlands í sumar, en telur að á fyrsta leik íslenska liðsins á móti Argentínu, sem fer fram þann 16. júní, verði eflaust um þrjú þúsund Íslendingar. Hann segir að allir séu að sjálfsögðu velkomnir til að taka þátt í gleðinni með þeim.

„Það eru allir velkomnir og gildin okkar eru bara jákvæðni og virðing. Á leikdag eru allir í Tólfunni. Það þarf bara að vera með hjartað á réttum stað. Það er það sem hefur fangað athygli fólks víða um heim. Það er þessi árangur landsliðsins, en einnig þess samstaða okkar.“

Hér má sjá minni og stærri gerð hringsins Jón og Óskar

Hringurinn kemur í tveimur stærðum. Hringurinn er afurð samstarfs gullsmiða Jóns & Óskars og Tólfunnar. 

Hringinn er hægt að versla hér í vefverslun Jóns og Óskars. Minni hringurinn kostar 13.900 og stærri hringurinn 15.900.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

„Við eig­um eft­ir að HÚH-a hægr­i, vinstr­i“

Íslenski boltinn

Æfingar hafnar á La Manga

Íslenski boltinn

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Auglýsing

Nýjast

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Spurs selur Dembélé til Kína

Harden með 115 stig í síðustu tveimur leikjum

Auglýsing