Tvö­faldi heims­meistarinn í For­múlu 1, Max Ver­stappen, öku­maður Red Bull Ra­cing kom, sá og sigraði í fyrsta kapp­akstri 2023 tíma­bilsins í móta­röðinni sem fór fram í Bar­ein í dag.

Ver­stappen bar nú sem áður fyrr höfuð og herðar yfir keppi­nauta sína í móta­röðinni og sigldi að lokum ansi öruggum sigri.

Liðs­fé­lagi hans hjá Red Bull Ra­cing, Sergio Perez varð annar og gamla brýnið, tvö­faldi heims­meistarinn Fernando Alon­so varð þriðji á bíl Aston Martin, þetta er í 99. skiptið sem Alonso endar á verðlaunapalli. Gaman að sjá þessa goðsögn Formúlu 1 mótaraðarinnar á þessum stað á nýjan leik.

Ferrari lenti í tölu­verðum vand­ræðum í dag. Charles Leclerc, fyrsti öku­maður liðsins féll úr leik vegna bilunar í bíl hans og þá gat Car­los Sainz, liðs­fé­lagi hans ekki haldið Alon­so fyrir aftan sig.

Næsta keppnis­helgi fer fram í Sádi-Arabíu eftir hálfan mánuð.