Tvöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing kom, sá og sigraði í fyrsta kappakstri 2023 tímabilsins í mótaröðinni sem fór fram í Barein í dag.
Verstappen bar nú sem áður fyrr höfuð og herðar yfir keppinauta sína í mótaröðinni og sigldi að lokum ansi öruggum sigri.
Liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez varð annar og gamla brýnið, tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji á bíl Aston Martin, þetta er í 99. skiptið sem Alonso endar á verðlaunapalli. Gaman að sjá þessa goðsögn Formúlu 1 mótaraðarinnar á þessum stað á nýjan leik.
Ferrari lenti í töluverðum vandræðum í dag. Charles Leclerc, fyrsti ökumaður liðsins féll úr leik vegna bilunar í bíl hans og þá gat Carlos Sainz, liðsfélagi hans ekki haldið Alonso fyrir aftan sig.
Næsta keppnishelgi fer fram í Sádi-Arabíu eftir hálfan mánuð.
MAX VERSTAPPEN WINS THE OPENING RACE OF THE 2023 SEASON!!! 🙌#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/Nw4WKNaYh6
— Formula 1 (@F1) March 5, 2023