Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing verji heimsmeistaratitil sinn í Formúlu 1. Verstappen hefur verið í sérflokki á tímabilinu og eftir úrslit helgarinnar er það ljóst að Hollendingurinn getur, með hagstæðum úrslitum, varið heimsmeistaratitil sinn í næstu keppni sem fram fer í Síngapúr.

Verstappen kom, sá og sigraði í Monza kappakstrinum á Ítalíu um helgina og er það í fyrsta sinn sem hann stígur á verðlaunapall á þessari sögurfrægu bók í Formúlu 1. Nú, þegar sex keppnishelgar eru eftir af tímabilinu, er Verstappen með 116 stiga forystu á Charles Leclerc, ökumann Ferrari í öðru sæti en mjótt er á mununum á milli Leclerc, Sergio Perex og George Russell sem eiga allir enn tölfræðilega möguleika á heimsmeistaratitlinum.

Hollendingurinn fljúgandi hefur unnið ellefu af sextán keppnum tímabilsins hingað til og myndi þurfa að bæta einum sigri við í Singapúr auk þess að vonast eftir hagstæðri stöðu annarra ökumanna til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn um næstu keppnishelgi sem fer fram um mánaðarmótin næstkomandi.

  • Auðveldasti möguleikinn, að minnsta kosti fyrir okkur að sjá fyrir fram, felst í að Verstappen sigri í Singapúr og Leclerc endi fyrir utan stigasæti.
  • Endi Verstappen í 1. sæti í Singapúr og nái hraðasta hring yrði Leclerc að enda í 9. sæti eða neðar, Perez í 4. sæti eða neðar og Russell í 2. sæti eða neðar svo Verstappen myndi tryggja sér heimsmeistaratitilinn.
  • Einnig nægir það Verstappen að ná sigri í Singapúr, Leclerc endi í 9. sæti eða neðar og nái ekki hraðasta hring, Perez endi í 4. sæti eða neðar og Russell endi í 2. sæti eða neðar.
  • Allt annað en 1. sæti í Singapúr myndi ekki nægja honum til þess að tryggja sér heimsmeistaratitilinn