Ísland tapaði tveimur leikjum af þremur í nýafstöðnu landsleikjahléi.

Fara þarf aftur til septembermánaðar árið 2013 til að finna síðasta mánuðinn sem Ísland var neðar en 52. sæti listans.

Þá var Ísland í 54. sæti en fór upp um átta sæti þann mánuðinn.

Strákunum okkar tókst ekki að skora í leikjum gegn Þýskalandi og Armeníu en unnu 4-1 sigur á Liechtenstein í lokaleik þessa landsleikjahlés.

Armenar unnu alla þrjá leikina í þessu landsleikjahléi og fara upp um níu sæti en Norður-Makedónía sem er í riðli með Íslandi fer upp um þrjú sæti eftir óvæntan sigur á Þýskalandi.