Daniel Ricciar­do er orðinn öku­maður For­múlu 1 meistara­liðsins Red Bull Ra­cing á nýjan leik. Þetta stað­festir liðið með yfir­lýsingu á sam­fé­lags­miðlum en Ricciar­do verður þriðji- og þróuna­röku­maður liðsins.

Ástralinn þekkir vel til hjá Red Bull Ra­cing eftir að hafa ekið fyrir liðið á árunum 2014-2018. Áður ók hann fyrir dóttur­­fé­lag liðsins, Toro Rosso en þá hefur Ricciar­do einnig ekikð fyrir Renault og McLaren á sínum For­múlu 1 ferli sem teygir sig til ársins 2011.

Hans krafta var ekki lengur óskað hjá McLaren og yfir­gaf hann því liðið eftir ný­af­staðið tíma­bil.

,,Þetta ku vera verst geymda leyndar­málið en orð­rómurinn er sannur. Daniel Ricciar­do mun snúa aftur heim og ganga til liðs við okkur sem þriðju öku­maður liðsins fyrir tíma­bilið 2023," segir í yfir­lýsingu frá Red Bull Ra­cing á heima­síðu liðsins.

Christian Horn­er, liðs­stjóri Red Bull Ra­cing er himin­lifandi með að vera búinn að fá Ricciar­do aftur til liðsins.

,,Hann er svo hæfi­leika­ríkur öku­maður og frá­bær karakter. Ég veit að allt liðið er spennt fyrir því að geta tekið á móti honum á nýjan leik

Í nýju hlut­verki sem þriðji- og þróunar öku­maður liðsins mun Daniel nýtast okkur vel í að leggja mat á og hjálpa til við að þróa bíl liðsins, þá að­stoðar hann liðið með sinni reynslu og kunn­áttu á því að vita hvað þarf til að ná árangri í For­múlu 1.

Sjálfur er Ricciar­do spenntur fyrir komandi tímum og gott að hann hefur ekki yfir­gefið For­múlu 1 að fullu.

,,Brosið segir alla söguna. Ég er mjög spenntur fyrir því að snúa aftur heim til Red Bull Ra­cing. Nú þegar tengi ég margar góðar minningar við liðið en mót­tökurnar sem ég hef fengið hingað til hafa verið frá­bærar."