Meiðyrðamál Rebekuh Vardy gegn Coleen Rooney hélt áfram í dag og enn á ný var Vardy í vitnastúkunni þar sem að David Sherbourne, verjandi Rooney þjarmaði að henni þar til Vardy brast í grát og hlé var gert á málinu.

Deilur kvennanna tveggja hafa staðið yfir í langan tíma en Rebekah á­kvað að fara með málið fyrir dóm­stóla eftir að Co­leen á­sakaði hana um að leka upp­lýsingum um einka­líf hennar til breska slúður­miðilsins The Sun. Málið hefur teygt anga sína inn í um­hverfi enska boltans en Rebekah er eigin­kona Jamie Var­dy, fram­herja enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Leicester City.

Co­leen greindi opin­ber­lega frá á­sökunum sínum í Twitter­færslu í októ­ber árið 2019 þar sem hún sagðist hafa haft grun um að Rebekah hafi verið að leka upp­lýsingum um einka­líf sitt til The Sun.

Roon­ey fylgdist náið með Insta­gram reikningi sínum og setti inn efni sem að­eins vinir og vanda­menn fengu að­gang að, þar með talið Rebekah Var­dy. Hún segist smám saman hafa fækkað í þeim hópi sem sá efnið sem hún setti inn þar til að Rebekah Var­dy stóð ein eftir.

Brast í grát

David Sherbourne, verjandi Coleen Rooney, beindi sjónum sínum að fyrstu gervifærslunni sem Rooney setti inn fyrir sérvaldann hóp á Instagram reikningi sínum til þess að finna út hver væri að leka upplýsingum um einkalíf hennar og fjölskyldunnar.

Færslan sneristu um að hún og eiginmaður hennar Wayne Rooney væru á leið sinni til Mexíkó þar sem hún ýjaði að því að þau hjónin væru að fara kanna mögulegt kynjaval á næsta barni sínu.

Vardy neitaði því að hafa séð umrædda færslu Rooney á sínum tíma. Verjandi Rooney vildi hins vegar meina að Vardy hefði tekið skjáskot af umræddri færslu og sent skjáskotið til umboðsmanns síns, Caroline Watts sem hefði síðan selt upplýsingarnar til slúðurmiðla.

Vardy sagði það ekki rétt, hún hefði vitað að Rooney væri í Mexíkó en út frá öðrum færslum hennar en fréttir færslunni birtust slúðurmiðlum stuttu eftir birtingu Rooney þar sem greint var frá því að hún væri að fara kanna kynjaval í Mexíkó.

Rooney hafði fækkað einstaklingum í þessum tiltekna hópi alveg þar til Vardy stóð ein eftir og Sherbourne segir hana vera einu manneskjuna sem gæti verið ábyrg fyrir fréttinni í slúðurmiðlum. Hann ýjaði síðan að því að Vardy hefði eitt samskiptum sínum um málið við umboðsmann sinn.

,,Ég eyddi engum skilaboðum. Það gerðist eitthvað þegar að ég var að flytja þau úr símanum mínum til lögfræðiteymis míns."

Sherbourne þjarmaði þá enn meira að henni með þeim afleiðingum að Vardy brast í grát. Dómarinn spurði hana þá hvort hún vildi að hlé yrði gert á málinu og Vardy svaraði því játandi.