Alfa Romeo staðfesti í dag að Guanyu Zhou myndi keyra annan af bílum liðsins í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili. Með því verður hann fyrsti kínverski ökuþórinn í sögu Formúlu 1.

Af 770 ökuþórum sem hafa keppt í sjötíu ára sögu Formúlu 1 hefur enginn þeirra komið frá Kína.

Framkvæmdarstjóri Alfa Romeo, Frederic Vasseur, viðurkenndi að það væru vissir fjárhagslegir ávinningar sem fylgdu því að taka Zhou inn sem einn af ökuþórum liðsins á næsta tímabili..

Með því að hafa Zhou innanborðs eykst aðdráttarafl liðsins fyrir sjónvarps- og auglýsingatekjum frá Kína.

Zhou kom upp úr ungliðastarfi Ferrari og hefur undanfarin ár keppt í Formúlu 2 ásamt því að vera einn af æfingarbílstjórum Renault.

Hann er að berjast um meistaratitilinn í Formúlu 2 þegar tvær keppnir eru eftir.

Kínverski ökuþórinn mun svo keppa fyrir hönd Alfa Romeo á næsta ári ásamt Valtteri Bottas sem gengur til liðs við Alfa Romeo fyrir næsta tímabil frá Mercedes.