Kar­un Chand­hok, fyrrum öku­maður í For­múlu 1 og nú sér­fræðingur Sky Sports í kringum móta­röðina er á því að þegar að þeim tíma­punkti kemur, að Lewis Hamilton láti gott heita af öku­manns­ferli sínum í For­múlu 1, ætti Mercedes að fylla upp í skarðið sem hann skilur eftir sig með því að næla í Lando Norris, öku­mann McLaren.

Hinn 38 ára gamli Lewis Hamilton er einn af sigur­sælustu öku­mönnunum í sögu For­múlu 1 með sjö heims­meistara­titla á bakinu. Sam­landi hans, hinn 23 ára gamli Lando Norris er einn af mest spennandi öku­mönnum mótaraðarinnar þessa dagana og býr hann yfir miklum hæfi­leikum, sem og reynslu í For­múlu 1 þrátt fyrir unga aldur.

Nú­verandi samningur Lando Norris við McLaren rennur út eftir tíma­bilið 2025 á meðan að nú­verandi samningur Lewis Hamilton rennur út eftir komandi tíma­bil. Hvort Hamilton skrifi undir nýjan samning við Mercedes eður ei breytir því þó ekki, að mati Chand­hok, að Mercedes þarf að fara búa sig undir lífið eftir Hamilton.

„Hvert Norris mun fara er spurningin,“ sagði Chand­hok í sam­tali við Auto­s­port. „Raun­veru­leikinn er sá að ég sé hann ekki fyrir mér fara til Red Bull til að vera öku­maður númer tvö á eftir Max Ver­stappen. Þá er Ferrari í læstri stöðu með sína tvö öku­menn. Val­mögu­leikar hans snúa því að Mercedes þegar Lewis Hamilton hættir því Geor­ge Rus­sell er ekki að fara neitt.“

Mercedes gæti því þurft að kaupa upp samning Norris, vilji for­ráða­menn liðsins fá hann til liðs við sig.

„McLaren getur verið öruggt með að halda í hann þangað til. En segjum sem svo að þegar að við nálgumst lok ársins og fáum svo til­kynningu frá Hamilton um aðh ann ætli að láta gott heita.

Þá gæti tekið við ansi flókið ferli, á því liggur engin vafi. Lando hlýtur að vera fyrsta val Mercedes þegar for­ráða­menn liðsins horfa til mögu­legra arf­taka Hamilton.“