Christian Horn­er, liðs­stjóri For­múlu 1 liðs Orac­le Red Bull Ra­cing, segir að lið muni missa af keppnis­helgum á tíma­bilinu verði kostnaðar­þak mótaraðarinnar ekki hækkað. Frá þessu greinir hann í við­tali við BBC og segir aukna verð­bólgu farna að valda liðunum vand­ræðum.

Með nýju reglu­verki og nýrri kyn­slóð For­múlu 1 bíla var einnig sett á kostnaðar­þak sem liðin í For­múlu 1 verða að halda sig innan. Kostnaðar­þakið nemur 140 milljónum dolllara eða rúmum 18,2 milljörðum ís­lenskra króna á lið.

Lið Ferrari, Mercedes og McLaren taka undir á­hyggjur Christians Horn­er og Red Bull. Alfa Romeo, Alpine, Haas og Willi­ams greiddu hins vegar öll at­kvæði gegn til­lögu um verð­bólgu­leið­réttingu byggða á verð­bólgu­tölum Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins þegar hún var lögð fram í síðasta mánuði á fundi fram­kvæmdar­ráði F1 liða, FIA og við­skipta­réttar­hafa For­múlu 1.

Það er mat Horn­ers að allavegana sjö lið muni eiga í vand­ræðum með að halda sig undir kostnaðar­þakinu. ,,Þau myndu lík­legast þurfa að sleppa síðustu fjórum keppnis­helgum tíma­bilsins til þess að halda sig undir kostnaðar­þakinu. Þetta snýst ekki bara um stóru liðin heldur eru liðin í miðju­moðinu þau sem eru að eiga í miklum vand­ræðum í tengslum við aukna verð­bólgu."

Hann vill að Al­þjóða akstur­s­í­þrótta­sam­bandið (FIA) taki á málinu. ,,FIA ber skylda til þess að gæta að þessu. Ég veit að málið er litið al­var­legum augum þar. Orku­reikningar, fram­færslu­kostnaður og annar kostnaður fer stig­vaxandi og For­múla 1 er ekki undan­skilið því. Frakt­flutningar hafa fjór­faldast í verði og það er eitt­hvað sem við getum ekki stjórnað."

Otmar Szafnauer, liðs­stjóri Alpine sem greiddi at­kvæði gegn til­lögunni í síðasta mánuði segir það ekki vera svo að verð­bólgan hafi komið öllum að ó­vörum.

,,Við settum saman fjár­hags­á­ætlun okkar snemma og gerðum ráð fyrir verð­bólgu í henni. Verð­bólgan er ekki að læðast aftan að okkur. Ef við getum gert þetta þá geta önnur lið gert þetta líka. Þegar að kostnaður við frakt­flutninga hækkar um 2,5 til 3,5 milljónir en kostnaður þinn við þróun bílsins er á­ætlaður 20 milljónir, lækkarðu þá ekki bara þann kostnað niður í 17 milljónir og verður enn­þá undir kostnaðar­þakinu? Það er hægt."