Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segir að fyrir utan smá hnjask séu allir leikmenn liðsins klárir fyrir leikinn gegn Þýskalandi.

Framundan er einn stærsti leikur í sögu kvennaknattspyrnu á Íslandi þar sem þær geta komist á lokakeppni HM í fyrsta sinn. Með sigri á Þýskalandi er Ísland komið á HM en jafntefli gæti dugað Íslandi takist þeim að vinna Tékka í lokaumferðinni.

Freyr átti von á því að Sara Björk væri í toppstandi líkt og aðrir leikmenn liðsins og sagði að það væri ekkert um meiðsli.

„Það var eitthvað smá hnjask á Söndru Maríu og Thelmu Hjaltalín en við klárum það mál í dag og þær verða klárar í slaginn á laugardaginn.“