Sport

„Verð tilbúinn ef Hannes meiðist“

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska landsliðsins, er kominn á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu en hann segist vera klár í slaginn ef meiðsli koma upp hjá Hannesi Þóri Halldórssyni. Annars reyni hann að taka hluti í reynslubankann á þessu móti.

Rúnar ræðir við fjölmiðlamenn í Kabardinka í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Andrúmsloftið er bara nokkuð gott, menn eru hvorki of spenntir né of stressaðir og það einkennist eigilega bara af tilhlökkun,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska liðsins er Fréttablaðið hitti á hann í dag.

„Fyrstu æfingarnar hafa verið góðar, það var gaman en svolítið sérstakt að æfa fyrir framan íbúa bæjarins en það var örlítið rólegra yfir öllu í gær.“

Hann er að fara á sitt fyrsta stórmót en hann er ásamt Frederik Schram varamenn fyrir Hannes Þór Halldórsson.

„Ég er kannski ekki vongóður um að fá margar mínútur en maður veit aldrei hvað gerist. Hannes er búinn að vera í vandræðum með nárann og ef eitthvað bakslag kemur upp þarf ég að vera klár,“ sagði Rúnar sem fylgist vel með og reynir að læra af verunni í Rússlandi.

„Ég er að reyna að læra sem mest og hjálpa liðsfélögunum. Strákarnir sem fóru á Evrópumótið eru að hjálpa okkur ungu strákunum að halda ró okkar,“ sagði Rúnar og bætti við:

„Það er verið að undirbúa næstu kynslóð, við þurfum að taka við af þessarri gullkynslóð og vonandi getum við komist á stórmót. Hvenær sem það verður veit ég ekki en við búum þá allaveganna við reynsluna.“

Sem markvörður er nafn Lionel Messi eflaust ofarlega á lista á fundum í aðdraganda leiksins gegn Messi og Argentínu.

„Það vita flestir hvað Messi getur gert en það tekst engum að stöðva hann, við munum gera okkar besta til að reyna það,“ sagði Rúnar en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

ÍR, KR og Njarðvík í Höllina

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Sport

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Hilmar hafnaði í 20. sæti

Auglýsing