Sport

Venus sló Serenu út úr fyrsta mótinu eftir barnsburð

Serena Williams datt út í 32-manna úrslitum á fyrsta móti sínu eftir barnsburð en það var engin önnur en systir hennar sem sló hana út á Indian Wells-mótinu.

Serena og Venus ræða málin í leikslok Fréttablaðið/Getty

Endurkoma Serenu Williams á tennisvöllinn entist stutt en hún féll úr leik á Indian Wells mótinu gegn systur sinni í 32-manna úrslitum. Var þetta fyrsta mót Serenu eftir barnsburð en hún eignaðist fyrsta barn sitt fyrir í september síðastliðnum.

Eftirvæntingin var mikil eftir því að sjá Serenu snúa aftur inn á völlin enda ein fremsta íþróttakona allra tíma. Var þetta fyrsta mót hennar síðan hún vann sigur á systur sinni í úrslitaleik ástralska meistaramótsins í janúar 2017.

Eftir að hafa unnið Zarina Diyas í 64-manna úrslitum mættust systurnar á ný inn á vellinum í vikunni en þar hafði Venus betur, 6-3 og 6-4 og batt enda á endurkomu Serenu. Var þetta tólfti sigur Venus gegn systur sinni en sá fyrsti í fjögur ár.

Þrátt fyrir það var Serena brött í viðtölum eftir leik, hrósaði systur sinni og sagðist vera orðin spennt að taka þátt í móti í Miami í apríl. Serena er dottin út af heimslistanum í tennis en hún verður eflaust komin ofarlega á lista í árslok.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

David Silva frá í nokkrar vikur

Fótbolti

Heimir: Tilvalið að Íslendingur kæli sætið

Handbolti

Segja Guðjón Val vera búinn að semja við PSG

Auglýsing

Nýjast

Guðrún semur við Djurgården

Ársmiðarnir fyrir undankeppni EM seldust upp strax

Theodór Elmar í viðræðum við lið frá Dubai

Olympiacos rifti samningi Yaya Toure

Anton Sveinn í 16. sæti í undan­úrslitasundinu

Bjarki Már færir sig um set í sumar

Auglýsing