Max Verstappen, ríkjandi- og tvöfaldur heimsmeistari er orðinn launahæsti ökumaður Formúlu 1 og hirðir þar með toppsætið af sjöfalda heimsmeistaranum Sir Lewis Hamilton, ökumanni Mercedes.
Það er The Sun sem hefur tekið saman lista yfir launahæstu ökumenn Formúlu 1 á árinu sem nú er að líða en það voru Max Verstappen og Red Bull Racing sem urðu heimsmeistarar ökumanna og bílasmiða í mótaröðinni.
Verstappen er sagður vera með tæpar 50 milljónir punda (49,4) í árslaun hjá Red Bull Racing en Hollendingurinn krotaði undir nýjan langtímasamning við liðið á árinu sem nú er að líða. Þetta jafngildir rúmum 8,6 milljörðum íslenskra króna.
Til samanburðar er liðsfélagi hans hjá Red Bull Racing, Sergio Perez með rúmar 21 milljón punda í árslaun.
Fyrrum efsti maður á listanum, Sir Lewis Hamilton, situr nú í öðru sæti tekjulistans með rúmar 45 milljónir punda (45,3) í árslaun. Það jafngildir rúmum 7,9 milljörðum íslenskra króna en til samanburðar er liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, í tíunda sæti listans með rúmar 8 milljónir punda.
Listann yfir tíu tekjuhæstu ökumenn Formúlu 1 má sjá hér fyrir neðan:
