Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum hefur keppni á EM klukkan 19:20 í kvöld og hefur liðið keppni á trampólíni.
Ísland hefur ekki sent karlalandslið á EM í hópfimlekum í næstum heilan áratug.S trákarnir í landsliðinu eru hins vegar voða lítið að hugsa um það og fóru þeir í gegnum lokaæfinguna í gær eins og vanir menn.
„Stemmingin í hópnum er geggjuð,“ sagði Helgi Laxdal Aðalgeirsson, einn af lykilmönnum Íslands í liðinu, eftir lokaæfinguna í gær. „Við vorum bara að njóta og hafa gaman,“ sagði Helgi.

Meiðsli settu strik í reikninginn hjá liðinu fyrir mót en þeir sem eru heilir eru meiri en tilbúnir að gefa allt í þetta á eftir.
„Við erum flestir heilir og erum bara vel teipaðir,“ sagði Helgi.
Hægt er horfa á viðtal við Helga eftir lokaæfingu liðsins í gær hér að neðan.
Beina útsendingu frá mótinu má svo finna hér að neðan.