Lewandowski segir Klopp hafa verið föðurímynd sín þegar að þeir störfuðu saman hjá Dortmund. Saga hans teygir sig aftur til ársins 2010 þegar að hann hafði verið á mála hjá Dortmund í nokkra mánuði og var hungraður í að sanna sig.

Klopp virðist hafa vitað hvað bjó í Lewandowski, svo hann ákvað að gera veðmál við hann. ,,Ef ég skoraði tíu mörk á æfingu átti hann að borga mér 50 evrur. Ef mér mistókst að skora þessu tíu mörk átti ég að borga honum 50 evrur."

Svo fór í upphafi að Lewandowski greiddi Klopp reglulega 50 evrur eftir æfingu með Dortmund. ,,Eftir nokkrar mánuði snerust hlutirnir hins vegar við. Ég fór að raka inn seðlum frá honum, raunar svo miklum að tekin var ákvörðun um að binda endi á veðmál okkar."

Að sögn Lewandowskis sættir Klopp sig ekki við leikmenn sem leggja sig ekki fram. ,,Hann leyfir þér ekki að vera B+ nemandi, hann vill bara A+ nemendur. Hann vildi það hins vegar ekki fyrir sjálfan sig heldur fyrir leikmennina sem hann var að þjálfa," greindi Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen í sögu sem birtist á The Players Tribune.

Lewandowski spilaði 187 leiki fyrir Dortmund, skoraði 103 mörk og gaf 42 stoðsendingar. Alls hefur hann skorað 484 mörk á sínum atvinnumannaferli og unnið til fjöldamargra titla.