Búist er við því að yfir 50 milljónir full­orðinna ein­stak­linga í Banda­ríkjunum veðji því sem nemur 16 milljörðum Banda­ríkja­dala á komandi Super Bowl leik NFL deildarinnar sem fer fram að­fara­nótt mánu­dags að ís­lenskum tíma.

Það jafn­gildir rúmum 2563 milljörðum ís­lenskra króna en frá þessu greinir American Gaming Association en upp­lýsingarnar eru fengnar úr könnun sam­takanna.

Sá hluti Banda­ríkja­manna sem búist er við að veðji á Super Bowl leikinn sam­svarar 20% banda­rísku þjóðarinnar en í leiknum mætast Kansas City Chiefs og Phila­delphia Eag­les.

Þeir 16 milljarðar Banda­ríkja­dala sem búist er við að verði veðjað á leik Phila­delphia Eag­les og Kansas City Chiefs á sunnu­daginn er tvö­falt hærri upp­hæð en á­ætlanir gerðu ráð fyrir í tengslum við Super Bowl á síðasta ári.

Heildar upp­hæð veð­mál inni­halda veð­mál sem gerð eru með lög­legum hætti, í gegnum ó­lög­lega veð­mangara eða veð­mál sem gerð eru milli vina.