Búist er við því að yfir 50 milljónir fullorðinna einstaklinga í Bandaríkjunum veðji því sem nemur 16 milljörðum Bandaríkjadala á komandi Super Bowl leik NFL deildarinnar sem fer fram aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma.
Það jafngildir rúmum 2563 milljörðum íslenskra króna en frá þessu greinir American Gaming Association en upplýsingarnar eru fengnar úr könnun samtakanna.
Sá hluti Bandaríkjamanna sem búist er við að veðji á Super Bowl leikinn samsvarar 20% bandarísku þjóðarinnar en í leiknum mætast Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles.
Þeir 16 milljarðar Bandaríkjadala sem búist er við að verði veðjað á leik Philadelphia Eagles og Kansas City Chiefs á sunnudaginn er tvöfalt hærri upphæð en áætlanir gerðu ráð fyrir í tengslum við Super Bowl á síðasta ári.
Heildar upphæð veðmál innihalda veðmál sem gerð eru með löglegum hætti, í gegnum ólöglega veðmangara eða veðmál sem gerð eru milli vina.