Undan­úr­slitin á HM í hand­bolta hefjast í dag og þeim lýkur í kvöld og þá verður leikið til úr­slita á mótinu á sunnu­daginn kemur. Í að­draganda þessara leikja eru veð­bankar sam­mála um það hvaða lið mun standa uppi sem heims­meistari.

Ríkjandi heims­meisturum í danska lands­liðinu er spáð heims­meistara­titlinum á nýjan leik og raun­gerist það yrði það í þriðja skiptið í röð sem Danir myndu lyfta heims­meistara­titlinum og yrði það í fyrsta skiptið í sögu handboltans karlamegin að sama þjóðin myndi verða heimsmeistari þrisvar sinnum í röð.

Áður en það gerist mun liðið hins vegar þurfa að tryggja sér far­miðann í úr­slita­leikinn og því verk­efni standa Danir frammi fyrir í dag.

Klukkan 17:00 hefst leikur Spán­verja á Dana. Spán­verjar unnu magnaðan sigur á Norð­mönnum í átta liða úr­slitum í tví­fram­lengdum leik á meðan að Danir áttu ekki í neinum vand­ræðum með slakt lið Ung­verja.

Í kvöld, nánar til­tekið klukkan 20:00, munu Frakkar og Svíar mætast í seinni undan­úr­slita­leiknum. Svíar eru ríkjandi Evrópu­meistara og á heima­velli á HM en fá nú í hendurnar sitt stærsta verk­efni til þessa á mótinu og þurfa að komast í gegnum það án síns besta leik­manns, Jim Gott­frids­son.

Svíar fóru nokkuð þægi­lega í gegnum Egypta í átta liða úr­slitum á meðan að Frakkar báru sigur úr býtum gegn Þjóð­verjum sem leika undir stjórn Ís­lendingsins Al­freðs Gísla­sonar.

Spá Bets­son, Boy­le­sports og Uni­bet er nánast á eitt. Veð­bankarnir spá allir Dönum sigri á mótinu en þeim greinir þó á um það hvaða lið muni enda í 2. sæti.

Bets­son og Uni­bet geta ekki gert upp á milli Frakka og Svía í 2. sætinu. Bets­son setur stuðulinn 5.00 á bæði lið, Uni­bet 5,50. Boy­le­sport telur Svía lík­legri í þeirri bar­áttu.