Gunnar Nel­son, mun enn á ný stíga inn í bar­d­ga­búrið á vegum UFC um komandi helgi þegar að risa bar­daga­kvöld sam­bandsins fer fram í O2 höllinni í Lundúnum. Þar mun hann mæta Banda­ríkja­manninum Bry­an Bar­berena.

Vefsíðan Fightodds hefur tekið saman stuðla veðbanka fyrir bardagann og þeir eru á eitt sammála um að Gunnar sé líklegri til sigurs.

Ef stuðlar mis­munandi veð­mála­fyrir­tækja eru skoðaðir má sjá að stuðlarnir á sigur Gunnars reika frá 1.18 - 1.29 á meðan á stuðlarnir á sigri Bry­ans eru frá 3.40 - 4.55. Því lægri sem stuðullinn er á við­komandi þeim mun lík­legri er hann talinn standa uppi sem sigur­vegari í bar­daganum.

Fig­htodds hefur einnig tekið saman töl­fræði um mögu­lega út­komu bar­dagans. Lík­legasta út­koman er talin vera sú að Gunnar nái að þvinga fram stöðvun í bar­daganum með upp­gjafar­taki, næst lík­legasta út­koma bar­dagans er talin vera sú að Gunnar vinni hann á dómara­úr­skurði.

Í gegnum UFC-feril Gunnars hefur það oft komið upp að skipta hefur þurft um and­stæðing hans í að­draganda bar­daga, slík staða kom í að­draganda þessa bar­daga. Upp­haf­lega átti Gunnar að mæta Daniel Rodrigu­ez, sá þurfti hins vegar að draga sig úr bar­daganum og mun Gunnar þess í stað mæta Bry­an Bar­berena.

„Ég er orðinn mjög vanur því að þetta komi upp og er því ekki að stressa mig um of á þessu,“ sagði Gunnar við Fréttablaðið á dögunum. „Hvað þetta sér­staka til­felli varðar þá vill nú svo vel til að skipt var úr þeim and­stæðingi sem ég átti að mæta, Daniel Rodrigu­ez, yfir í mjög sam­bæri­legan bar­daga­mann að ein­hverju leyti í Bry­an Bar­berena þó þetta verði nú aldrei sami and­stæðingurinn þá er þetta and­stæðingur sem vill láta höggin tala, svo­kallaður „standup“ bar­daga­stíll. Þetta er bara fínt.“