Í fjórða þætti nýjustu Dri­ve to Survi­ve seríunnar, sem ber nafnið Like Fat­her Like Son, er sögu Ver­stappen og Schumacher feðganna velt upp en allir hafa þeir fjórir tekið þátt sem öku­menn í For­múlu 1.

Sam­gangurinn milli Schumacher og Ver­stappen fjöl­skyldunnar var mikill á sínum tíma og man Max Ver­stappen, ríkjandi heims­meistari öku­mann For­múlu 1, eftir stundum sem hann átti meðal annars með Michael Schumacher.

Í þættinum má sjá upp­töku af sam­skiptum Jos Ver­stappen, föður Max og Michael Schumacher, föður Micks þar sem þeir ræða sína á milli um syni sína og hvort þeir myndu sam­þykkja að þeir yrðu For­múlu 1 öku­menn.

„Við áttum það til að fara í frí saman þegar að við Mick vorum litlir,“ segir Max Ver­stappen í heimildar­þátta­röðinni Dri­ve to Survi­ve. „Þessar minningar lifa á­fram með mér.“

Hann og Mick séu mjög stoltir af því að segjast vera For­múlu 1 öku­menn. „Og hvað Michael varðar, þá er ég viss um að hann sé stoltur faðir.“

Michael Schumacher er goð­sögn í sögu For­múlu 1 mótaraðarinnar sem sjö­faldur heims­meistari.

Eftir að For­múlu 1 ferlinum lauk lenti Michael í al­var­legu skíða­slysi árið 2013. Síðan þá hefur lítið spurst um líðan hans og virðir fjöl­skylda hans þá ósk hans, sem hafði verið gegnum­gangandi á hans For­múlu 1 ferli, að halda einka­lífinu út af fyrir sig.

Í fjórða þætti Dri­ve to Survi­ve birtist mynd þar sem Michael sést halda á bæði syni sínum Mick sem og Max Ver­stappen.

Mynd: Skjáskot