Erica Herman, fyrrum kærasta bandaríska atvinnukylfingsins Tiger Woods til sex, ára segir hann hafa blekkt sig, hent sér út af heimili þeirra í Flórída og ollið því að hún varð fyrir alvarlegum andlegum skaða.
Herman, var kærasta bandaríska atvinnukylfingsins Tiger Woods til sex ára en hann batt enda á þeirra samband í október á síðasta ári. Herman ætlar sér að fara með hann fyrir dómstóla og heldur því fram að hann hafi látið sig skrifa undir þöggunarsamning.
Vill hún að umræddur þöggunarsamningur sé felldur úr gildi og vísar um leið í lög sem banna þöggunarsamninga eða fella þá úr gildi þegar að vísbendingar um kynferðisbrot eða áreitni eru til staðar.
Í lagaskjölum, sem Daily Mail hefur undir höndunum sést að Herman er að lögsækja Tiger og krefst um 30 milljóna Bandaríkjadala þar sem hún segist hafa orðið fyrir alvarlegum andlegum skaða vegna sambands þeirra.
Herman heldur því meðal annars fram að Tiger hafi blekkt sig og hent sér út af heimili þeirra sem var staðsett í Flórída og þau höfðu búið saman í yfir sex ára tímabil. Tiger hafi sannfært hana um að þau væru að fara í stutt frí, en þegar að hún mætti á flugvöllinn hafi fulltrúar Tiger tekið á móti henni.
Þeir hafi tjáð sér að hún gæti ekki snúið aftur á heim, hún hefði verið læst úti. Auk þess hafi fulltrúar kylfingsins lagt hald á 40 þúsund dollara í hennar eigu og um leið sett fram órólegar og ærumeiðandi ásakanir um það hvernig hún aflaði þessara peninga.
Herman heldur því fram að hún hefði átt að fá að búa á heimili þeirra í Flórída fimm ár í viðbót samkvæmt munnlegum samningi þeirra á milli en að Tiger hafi beitt brögðum eftir að hafa slitið sambandi þeirra í október á síðasta ári.