Erica Her­man, fyrrum kærasta banda­ríska at­vinnu­kylfingsins Tiger Woods til sex, ára segir hann hafa blekkt sig, hent sér út af heimili þeirra í Flórída og ollið því að hún varð fyrir al­var­legum and­legum skaða.

Her­man, var kærasta banda­ríska at­vinnu­kylfingsins Tiger Woods til sex ára en hann batt enda á þeirra sam­band í októ­ber á síðasta ári. Her­man ætlar sér að fara með hann fyrir dóm­­­stóla og heldur því fram að hann hafi látið sig skrifa undir þöggunar­samning.

Vill hún að um­­­ræddur þöggunar­samningur sé felldur úr gildi og vísar um leið í lög sem banna þöggunar­samninga eða fella þá úr gildi þegar að vís­bendingar um kyn­­­ferðis­brot eða á­reitni eru til staðar.

Í laga­skjölum, sem Daily Mail hefur undir höndunum sést að Her­man er að lög­sækja Tiger og krefst um 30 milljóna Banda­ríkja­dala þar sem hún segist hafa orðið fyrir al­var­legum and­legum skaða vegna sam­bands þeirra.

Her­man heldur því meðal annars fram að Tiger hafi blekkt sig og hent sér út af heimili þeirra sem var stað­sett í Flórída og þau höfðu búið saman í yfir sex ára tíma­bil. Tiger hafi sann­fært hana um að þau væru að fara í stutt frí, en þegar að hún mætti á flug­völlinn hafi full­trúar Tiger tekið á móti henni.

Þeir hafi tjáð sér að hún gæti ekki snúið aftur á heim, hún hefði verið læst úti. Auk þess hafi full­trúar kylfingsins lagt hald á 40 þúsund dollara í hennar eigu og um leið sett fram ó­ró­legar og æru­meiðandi á­sakanir um það hvernig hún aflaði þessara peninga.

Her­man heldur því fram að hún hefði átt að fá að búa á heimili þeirra í Flórída fimm ár í við­bót sam­kvæmt munn­legum samningi þeirra á milli en að Tiger hafi beitt brögðum eftir að hafa slitið sam­bandi þeirra í októ­ber á síðasta ári.