Norwich City er fallið úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla eftir eins árs veru þar en liðið hefur 21 stig eftir 36 umferðir og situr á botni deildarinnar. Í þessum 36 deildarleikjum hefur Norwich City skorað 26 mörk og fengið á sig 68.

Finnski framherjinn Teemu Pukki fór með himinskautum í upphafi keppnistímabilsins en hann hefur skorað 11 af þessum mörkum og enski sóknartengiliðurinn Todd Cantwell sex þeirra. Átta leikmenn Norwich City hafa svo skorað eitt mark hver.

Slysalegt sjálfsmark Fílbeinstreindingsins Serge Aurier sem leikur í bakverðinum hjá Tottenham Hotspur gerir hann svo að þriðja markahæsti leikmanni deildarinnar fyrir Norwich City á tímabilinu sem senn fer að ljúka.

Norwich City laut í lægra haldi fyrir Chelsea, 1-0, í 36. umferð deildarinnar á Stamford Bridge í gærkvöldi. Það er spurning hvort að einhver leikmaður fikri sig upp á listanum yfir markahæstu leikmenn Kanarífuglanna á leiktíðinni í síðustu tveimur leikjum deildarkeppninnar.