Joël Matip mun ekki spila með Liverpool á lokaspretti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla en liðið hefur nú þegar tryggt sér sigur í deildinni þegar sjö umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Kamerúnski varnarmaðurinn meiddist í nágrannaslag Liverpool og Everton um þar síðustu helgi og var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið sigraði Crystal Palace í 31. umferð deildarinnar á Anfield í síðustu viku .

Fram kemur í frétt á heimasíðu Liverpool að Matip muni ekki leika meira með liðinu á leiktíðinni. „Ég mun ekki snúa aftur inn á völlinn á þessu tímabili en ég vonast ég til að geta hjálpað liðinu á því," segir Matip.

Liverpool sem hefur 86 stig á toppi deildarinnar mætir Manchester City sem er í öðru sæti með 63 stig í næstu umferð á Eithad á fimmtudaginn kemur.