Hann áttaði sig ekki alveg á aðstæðunum, myndatökumaðurinn sem var að mynda grein á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum út á miðri hlaupabraut þegar að hópur keppenda í 3000m metra hindrunarhlaupi þurfti að þræða framhjá honum á hlaupabrautinni.

Sem betur fer sáu keppendurnir myndatökumanninn með góðum fyrirvara og náðu að sneiða framhjá honum en myndatökumaðurinn sjálfur virtist lítið átta sig á aðstæðunum í kringum sig á meðan að hann vandaði sig við að ná hinu fullkomna skoti af annarri grein.

Það rímaði þó vel við aðstæðurnar að um var að ræða greinina hindrunarhlaup og hlaupararnir því vanir allskonar hindrunum þó þetta sé líklegast í fyrsta skipti sem hindrunin var myndatökumaður.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu en heimsmeistaramótið fer fram í Bandaríkjunum þessa dagana.