Fanney Lind Thomas, eiginkona Danero Thomas, segir frá því í dag að leikmaður Hamars hafi orðið fyrir kynþáttaníði í leik gegn Sindra í gærkvöld.

Hamar vann 102-88 sigur á Höfn í Hornafirði í gær í fyrstu umferð 1. deildar.

Samkvæmt Fanneyju varð erlendi leikmaður Hamars, Kinu Rochford, fyrir kynþáttaníði þegar áhorfendur kölluðu niðrandi orð inn á völlinn og gerðu lítið úr kynþætti hans.

Tíst Fanneyjar um málið má sjá hér fyrir neðan þar sem hún kallar eftir aðgerðum af hálfu KKÍ.