Fótbolti

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Varamaðurinn Roberto Firmino skoraði sigurmark Liverpool sem glutraði niður tveggja marka forskoti gegn PSG en náði samt að innbyrða 3-2 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld.

Daniel Sturridge fagnar fyrsta marki kvöldsins. Fréttablaðið/Getty

Varamaðurinn Roberto Firmino skoraði sigurmark Liverpool sem glutraði niður tveggja marka forskoti gegn PSG en náði samt að innbyrða 3-2 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld.

Bítlarborgarmenn sem léku til úrslita í fyrra hófu leikinn af miklum krafti og komust 2-0 yfir með mörkum frá James Milner og Daniel Sturridge. Thomas Meunier minnkaði muninn fyrir PSG og leiddi Liverpool 2-1 í hálfleik.

Liverpool var talsvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik en PSG refsaði fyrir mistök Mohamed Salah og jafnaði Kylian Mbappe metin stuttu fyrir leikslok. Dramatíkinni lauk ekki þar, Roberto Firmino reyndist hetja heimamanna eftir að hafa komið inn sem varamaður.

Á sama tíma náði Rauða Stjarnan markalausu jafntefli á heimavelli gegn Napoli í sama riðli og er franska stórveldið því í neðsta sæti eftir fyrstu umferð.

Í Frakklandi vann Atletico Madrid 2-1 sigur á Mónakó eftir að hafa lent undir snemma leiks og í Belgíu marði Dortmund 1-0 sigur á Club Brugge.

Þá vann Galatasaray 3-0 sigur á Lokomotiv Moskvu á heimavelli þrátt fyrir að leika manni færri hluta leiksins og Schalke og Porto skyldu jöfn 1-1 í Þýskalandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

AGF safnaði rúmri milljón fyrir Tómas Inga

Fótbolti

Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í Katar í janúar

Fótbolti

Ensku liðin komin áfram

Auglýsing

Nýjast

Stefna að því að opna nýjan golfvöll á Rifi

Selfyssingar farnir að styrkja liðið fyrir næsta tímabil

Sara þegar búin að vinna sér inn 370 þúsund krónur

Björgvin Karl í þriðja sæti eftir fyrsta dag í Dubai

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Titilvörnin hefst í Dubai í dag

Auglýsing